Færsluflokkur: Menning og listir

Sá besti hingað til, Þorgrímur Þráins gestur og endalaust stuð í Hafmeyjunni

 thorgrimur1

 Það er óhætt að segja að þátturinn á föstudaginn hafi verið skemmtilegasti þátturinn hingað til! Gesturinn, Þorgrímur Þráinsson var eins og við var að búast frábær!

Við fengum að heyra hvað hann hefur verið að gera upp á síðkastið, kvikmyndahandritið, bækurnar, þjálfunin og allt sem Toggi hefur verið að gera.

Kom fram í þessu spjalli að Andri og Þorgrímur ætla að vinna kvikmyndina saman og jafnvel að Hafmeyjan og Togginn ætla að hlaða í lag saman, fylgist með!

Nýtt Hafmeyjulag var frumflutt þar sem sérstakur gestur var 7berg en við einmitt ræddum við "shabba" um væntanlega plötu hans.

Eitt rosalegasta Party Einvígi sem um getur fór fram og sigraði Doddi með naumindum.

Við mælum eindregið með því að þú smellir á linkinn hér fyrir neðan, hlustir og hafir gaman af, í festival fíling!

Við viljum benda fólki á næsta þátt en þá verður kraftballöðu þema (power ballads) svo það væri tilvalið að safna í tagl og þurrka mesta rykið ag leðurbuxunum því það verður rokkað, sungið og gólað.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4410264

 

11.07.2008

 

1. I  Ran (So Far Away)     Flock of Seagulls
2. Spooky     Dusty_Springfield

Heitipotturinn

1. Just Getting Started   Dikta
2. In the New Year     The Walkmen
3. Sandpappír    7berg


3. Rock with you    Michael Jackson

Hafmeyjan Syngur
4. Roget pa Ströget    Litla Hafmeyjan Ft. 7berg


5. Head Over Heels    Tears for Fears

Sakbitin sæla Þorgríms Þráins
6. Ástin Mín     Hera

Lagið sem kemur Þorgrími í stuð á föstudegi
7. Feel    Robbie Williams


8. Hey Good Lookin   Hank Williams
9. Think About     Lyn Collins

Party Einvígi

Fyrsta lota Old School


Doddi Land Of 1000 Dances     Wilson Pickett 
Andri Roadhouse blues    The Doors

 Önnur lota Sakbirin Sæla


Andri (Ive had) The time of my life      Billy Medley - Jennifer Warnes
Doddi Alveg hamstola      Sálin hans Jóns míns

Þriðja lota Nýtt eða nýlegt


Doddi Maachete     DJ Hazard
Andri Blazer     Lotterboys

 

Vegna tímaleysis voru aðeins teknir 3 hlustendur inn, Doddi sigarði 2-1

Tár Bros og Rómantík á Föstudaginn

moli4

Það verður meistari Þorgrímur Þráinsson sem verður gestur þáttarins á föstudaginn.

Drengurinn er án efa rómantískasti maður Íslandssögunar og allt of kynþokkafullur!

Það verður gaman að sjá hvaða lag kveikir í honum á föstudagskvöldi og hver sé hans Sakbitna sæla.

Nýtt lag Litlu Hafmeyjunnar verður frumflutt, lag sem Doddi samdi og Andri þarf að gera texta og laglínu yfir (hver man ekki eftir Sultutíð).

Lagið verður flutt á tveimur stöðum, tónlistin kemur frá Íslandi en söngurinn frá Danmörku!!!!!

Endalaus radio moment í Hafmeyjunni.

Það verður Party einvígi (keppt í hver nær að skapa meira party, 3 lotur og hlustendur velja sigurvegara).

Stafaleikfimi, sögur af Hróaskeldu og hellingur af gleði, tómt rugl að missa af Meyjunni!

torgrtrainsungaknus

 

 


Litla Hafmeyjan á Hróaskeldu

19970626-150001_roskilde97_mud_bath_people 

Hróarskelduhátíðin verður í lykilhlutverki í þættinum á föstudaginn.

Gaman verður að heyra hvort tæknin verði í okkar liði....

Andri Freyr sendir út frá hátíðinni, tónlistin verður mest öll frá hljómsveitum sem koma fram í ár og að sjálfsögðu fer Helgarplanið í að kenna fólki hvernig á að haga sér á útihátíðum.

Við hringjum í Dr. Gunna sem kemur fram á Humarhátíðinni á Höfn sama kvöld en hann er einnig þaulreyndur „tónlistarhátíðarfari", þá mun hann leyfa okkur að heyra hvað hann hlustar á þegar enginn annar heyrir = Sakbitin sæla.

Við skellum okkur í dagskráliði sem við höfum gleymt síðustu vikur, t.d. Heita pottinn (ný tónlist skoðuð)lögin sem verða skoðuð: Common - Universal Mind Control, cage the elephant - aint to rest for the wicked (wicked devil remix), Beck - GammaRay, Þjóðarpúlsinn (hlustendur tjá sig), 10 á 10 (10 party lög á 10 mínútum) ofl.

Tónlistin verður þyngri en venjulega: Slayer, Judas Priest, My Bloody Valentine koma til með að heyrast enda allar þessar sveitir á Skeldunni.

VIð ætlum að spila lag af merkilegustu plötu sögunar, óútgefinni plötu Guns and Roses C.D. en stór hluti plötunnar lak á netið fyrir skemmstu og menn missáttir við afraksturinn en engin eins sáttur og Andri!

Þeir sem komast ekki á Skelduna ættu að hjúfra sig að einhverjum nákomnum og láta sér líða vel við viðtækið, föstudagskvöldið frá hálf 8 til 10.

D

 roskilde-festival-orange-scene-408


Fyrir þá sem vilja dansa í sumar!

Fake Bood og lagið Mars, þetta finnst mér helvíti hressandi, veit ekkert hvenær lagið kemur út en veit til þess að plötusnúðar eru farnir að spinna þetta á betri dansstöðum heimsins.

Chekkiddd!!!

 

Axwell, Ron Caroll & Bob Sinclar – 'What A Wonderful, ekki alveeg jafn sterkt lag en fróðir menn tala um "anthem" þessa árs enda engir smá kallar, kemur út 22 júlý ef ég man rétt.

Svo er hér eitt soldið ostað en ég var mjög hrifi´nn í svona 5 hlustanir en það var full fljótt að dofna.

Þetta mun örugglega heyrast á öldurhúsum heimsins þessa dagana.

Sænska Mafian að leika sér með 90´s klassík

steve angello og Laidback Luke vs robin s - be vs show me love

 


Litla hafmeyjan næsta föstudag

Tískudrottningin, Jón Atli/Hairdoctor hairdoctor2verður gestur þáttarins næsta föstudag.

 

Kemur Dr. til með að skoða tískuna í sumar, segja okkur hvað er að gerast hjá Hairdoctor og síðast en ekki síst verður „promo“ fyrirtækið Jón Jónsson skoðað. Gesturinn spilar fyrir okkur „Duldar hvatir“ sínar (guilty pleasure) og segir okkur hvaða lag kemur honum í gang á föstudagskvöldi.

Stafaleikfimin verður á sínum stað og verður nú í höndum Andra. Lausnarorðið síðasta föstudag var: Prestakall.

Í Heita pottinum tökum við fyrir þrjú ný lög og skoðum hvort eitthvað sé í þau varið.

Í Helgarplaninu er skoðað hvernig er best að haga sér það sem eftir er kvölds.

Party einvígi: Nýr dagskráliður þar sem Andri og Doddi keppa í party tónlist.

Þrjár umferðir og hlustendur fá að kjósa sigurvegara, síminn er 5687-123.

A.T.H. Þátturinn er frá 19:00-22:00 næstu 2 föstudagskvöld.

 


Jæja þá hefst það í kvöld, Litla Hafmeyjan á Rás 2 frá 19:30

Þetta hefur verið hressandi vika, að undirbúa þennan litla þátt hefur ekki gengið smúþþ get ég sagt ykkur.

Þegar þetta er skrifað heyrist enn ekkert í Andrési í Köben vegna tæknivandamála.

En hann fær nýja mæk í dag svo við sjáum til.....

Hlakkar til að ráðast á þessar græjur, sem ég kann akkúrat ekkert á, verður væntanlega svona menntaskóla útvarp í kvöld...... huhum tæknin e-ð að stríða okkur ..... halló Andri .... heyrirðu ekkert í mér .... "hóst" "hóst" e-ð smá vesen í gangi.... við skulum fá lag.

 

En góðir gestir ég held að það sé hel fyndið að hlusta á vana útvarpsmenn skíta feitt á sig í beinni....

Góða skemmtun... Whistling

Eins og Hössi hjá morgunblaðinu sagði, tæknitröllin á Rásinni eru að gera ótrúlega hluti: fyrst Reykjavík - Akureyri nú Reykjavík - Köbenhavn, nú þarf bara þriðja aðilann á Egilsstaði og merkilegasti útvarpsþáttur í heimi verður til! (vissulega hæðni og vissulega sagði hann þetta ekki nákvæmlega svona en Hössi hefur alltaf verið hress, Stick ´em up)


Ósáttur við Merzedes Club

TEKIÐ AF VISIR.IS!

Ég vil biðja fólk að beina reiði sinni að umboðsmanninum, ekki staðnum," segir Eiður Birgisson, annar staðarhaldara á 800 bar á Selfossi.

Hljómsveitin Merzedes Club átti að spila á stað Eiðs á föstudagskvöldið en á hádegi sama dag sendi Valgeir Magnússon – Valli sport – umboðsmaður Merzedes Club, frá sér tilkynningu þess efnis að tónleikunum væri aflýst „vegna jarð­skjálftanna sem riðu yfir svæðið í gær (fimmtudag)."

Í tilkynningunni segir Valli að þar sem líf flestra hafi raskast þætti hljómsveitarmeðlimum ekki við hæfi að mæta með skemmtanahald í bæinn strax í kjölfarið. Merzedes Club átti að sjá um miðasöluna og hefði því tekið þungann af dræmri mætingu Selfyssinga ef hún yrði staðreynd. Eiður segir að mætingin hafi verið góð bæði kvöldin, þrátt fyrir skjálftana.

„Fólk bara sópaði upp glerbrotunum og fór svo út á lífið. Þótt nokkrar styttur brotni heima hjá mömmu og pabba þá setur það ekki lífið úr skorðum," segir Eiður en bendir á að hann sé ekki að draga úr alvarleika skjálftans eða gera lítið úr því tjóni sem fólk varð fyrir.

„En lífið heldur áfram," segir Eiður, sem er allt annað en sáttur við Valla sport. „Mér finnst illa komið fram við bæði mig og kúnnana."

Valli sport stendur við fyrri yfirlýsingu. „Við vorum búnir að kanna meðal Selfyssinga hvernig andrúmsloftið væri og mátum það svo að það væri ekki við hæfi að koma með sirkus og stæla í bæinn eftir náttúruhamfarir og segja „eru ekki allir í stuði?"," segir Valli. „Það hefði bara verið ókurteisi. Auk þess voru lögregla og almannavarnir búnar að beina til fólks að vera ekki á ferli að óþörfu." Hann gefur lítið fyrir að mætingin hafi verið góð á 800 bar um helgina. „Samkvæmt mínum heimildum voru 100-150 manns á staðnum þetta kvöld. Staðurinn tekur 500 manns."

Egill Einarsson, eða Stóri G, hlær að þeirri spurningu blaðamanns hvort þeir hafi hreinlega verið hræddir við að fara á Selfoss. „Stóri er ekki hræddur við jarðskjálfta," segir hann en viður­kennir þó: „Ef ég hefði verið á 19. hæð í turninum í Kópavogi þegar skjálftinn reið yfir, þá hefði Stóri líklega hægt sér." Stóri vonar þó að hann fái annað tækifæri til að spila á Selfossi og segir fátt skemmtilegra. „Þarna er fólk sem kann að setja hamarinn niður. Ég lít á þennan bæ sem heimabæ minn. Allir í formi, brúnir og með strípur."

Ég sé ekki betur en að hann sé að drulla yfir þennan magnaða Dj sem var á staðnum, sá ekki að það væri þörf á sirkusnum!

Það má líka geta þess að áður en ballið brjaði þá komu skjálftar, ansi myndarlegir og Eiður þessi bankar í mig: heyrðu... það er rapp!!!   ég eins vel gefin og ég er hljóp af stað og ætlaði að redda manninum rapp musik..... nei nei Doddi ÞAÐ ER RAPP!!!  þá öskra ég á móti ÉG ER AÐ REDDA ÞESSU DRENGUR!

NEI .. RAPP: HÆTTA, LOKA!

Ég áttu náttúrulega að vita að Selfoss hefur ekki verið þekkt fyrir rapp áhuga...

En allavega þurfti ég að stappa í þá stálinu til þess að þeir lokuðu ekki, en það var ekki þessi töffari sem ég talaði við þegar hann vildi loka:  „Fólk bara sópaði upp glerbrotunum og fór svo út á lífið. Þótt nokkrar styttur brotni heima hjá mömmu og pabba þá setur það ekki lífið úr skorðum,"

En dansleikur gekk prýðilega, Selfoss kannski alveg tilbúnir í alvöru dansmusik.... Ekkert Bahama eða Skímó enda sá ég marga klóra sér í höfði á köflum.

En ég ákvað að spila dansmusik þegar ég kem fram undir þessu blessaða Gura nafni......

Ég nenni ekki þessu helvítis Bahama rugli það eru svo margir að gera það....

 


Allt að verða klárt fyrir Hafmeyjuna

Talaði við Mörtu Maríu í dag (gellan sem reddar á Rás 2) og hún virðist vera með hlutina undir kontról.

Andri á að fá tenginguna á morgun svo vonandi verður gert test á miðvikudag.

Ég þarf að fara að venja mig á að finna höfunda og label allra laga sem við ætlum að spila í þættinum, það verður væntanlega hundboring.

Ég er að klára að gera hljóðmynd fyrir Meyjuna (ekki merkileg,e-ð flýti dót).

Svo nú er bara að kúka hressilega á sig á föstudaginn klukkan hálf 8, er ekki frá því að gamla góða stressið tékki á mér en kann ég ekkert á þessar græjur þarna.....

Gaman assu


Merc og Haffi fresta, gamli tekur þetta bara einn!

Ég mun hlaupa í skarðið á Bar 800 á Selfossi í kvöld þar sem sirkusinn afboðaði komu sína vegna jarðskjálftana í gær.

Bullandi Dj- musik til að hrista fólkið aftur í réttar skorður.dock_dj


Besti rokksöngvari í heimi?

Hér höfum við Mike Patton, án efa einn allra besti söngvari rokksögunar en hvað erum við að tala um hér?

Það vita flestir að hann hefur gaman af því að nota röddina öðruvísi, best finnst mér samt að þetta er ekkert rugl.

Hann er með þetta skrifað niður, Patton nótur.

Snillingur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband