Færsluflokkur: Menning og listir
21.5.2008 | 22:15
Mesta erfiði að halda þvagi ....
Magnað helvíti!
Man U mun betri en Chel$ mun betri í seinni, þetta var mun skemmtilegri leikur en ég bjóst við að sjá.
Ég var bara ósáttur við að menn fóru ekki eftir handriti, auðvitað átti Giggs að skora úrslita markið í þessum tómamótaleik fyrir hann og Man U.
Enda hefndist Terry fyrir að fara ekki eftir handriti!
Ég var að vísu að búa mig undir tap og væl og spyrna Ronaldo var síðasti naglinn í kistuna hélt ég.
Nei það eru víst fleiri í þessu liði en sá frábæri leikmaður.
Ég verð samt að skamma kallinn fyrir að halda Teves inná allan tíman, fannst hann ekki geta kúk og ég var viss um að hann færi í fyrstu skiptingu og var alveg öruggur með að hann færi í annari skiptingu en nei.....
maður á ekki að væla á svona kvöldi, til hamingju með tvfallt silfur Chel$ menn, það er ekki amarlegur árangur.
Gaman líka að vita til þess að Portsmouth náði í fleiri titla en Liver og Ars til samans....
Sjúddirallirei.......
Man. Utd Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2008 | 14:40
Hvaðan stela þeir helvítis viðlaginu ?????
Ég er að brjálast! er einhver þarna úti sem þekkir viðlagið í þessu hræðilega lagi.
Það er allavega svaaaakalega stolið.
18.5.2008 | 02:08
Hvað varð um melodiuna? part 1.
Hugleiðingar gamals mans....
Tónlist í dag byggir mest á g-streng og eða berum brjóstum, hér er ein af þessum sveitum sem ættu að heyrast alveg jafn mikið og bítlar eða rolling stóns.
Ég er búinn að gera dóttur mína(15 ára) húkt á Depeche Mode svo ég veit að yngra fólkið hefur gaman af alvöru musik, hún er ekkert í boði.
Skamm á Gyllinæð fm (Bylgjan) og Rás 2!!
Þetta er tribjút á Midge Ure söngvara U-Vox og liðsmann Visage + 1 solo
Þið sem eruð illa að ykkur þá samdi hann lagið Do They Know It´s Christmas sem Band Aid flokkurinn gerði vinsælt á sínum tíma.
Vissir þú að Ure spilaði með Thin Lizzy og að Malcom Mclaren bað hann um að koma í Sex Pistols?
Takk fyrir að fara ekki þangað Ure, Bæði hefði maður misst af blómaskeiði nýrómantíkur og Sex Pistols hefði verið með tónlistar innanborðs sem hefði aldrei virkað, góðar stundir
16.5.2008 | 17:51
Nýtt Ding í spilarann
Ég henti 2 nýjum Ding Dong bitum í spalarann, annað brotið er dæmi um þroskað skopskin okkar (brandarahorn prump).
Hinn bitinn er stuttur dagskrá trailer sem segir hvað var í þættinum fyrr um morguninn, þar sem Pétur útskýrir hvernig hann talaði við hundinn sinn Bórís og ein skemmtilegasta hugmynd sem ég hef átt í útvarpi: Þar tókum við upp einræðu daginn áður, hringum svo í beinni útsendingu og viðmælandinn talaði við upptökuna frá deginum áður og var aðal kúnstin að reyna halda fólki á spjalli eins lengi og mögulegt var oft á tíðum mjög lengi, á meðan flissuðum við eins og hálfvitar í hljóðverinu.
Því miður þá bjargaðist ekkert af þessari snilld þegar geymslu tölvan dó nema þessi stutti bútur.
Það erum við komnir aðeins lengra með þetta og erum farnir að "pithca" niður röddina en samt var fólk að falla fyrir þessu.
Vel þess virði að tékka á þessu, því miður allt of stutt.
Búturinn heitir: Boris og strákurinn sem er ástfangin af þér
7.5.2008 | 12:50
Jæja þá er það klárt!
Það er þá opinbert: Litla Hafmeyjan fer í loftið 6. júni búið að ganga frá öllu nema þá tæknilega hlutanum og ég efa að Rásin klári það ekki á núll einni.
Litla Hafmeyjan er eða verður (eins og fram kemur neðar á síðunni) útvarpsþáttur á Rás 2.
Hann verður á föstufagskvöldum og hefst klukkan 19:30 og stendur til 22:00
Það verða ég, Doddi, og Andri Freyr sem stjórna þættinum. Andri mun tala frá Kongens Köbenhavn.
Ég mun fara nánar í smá atriði og jafnvel lauma einhverjum treilerum á síðuna þegar nær dregur.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í gær, 5. maí spurðist það út að ég, Doddi litli, hafi hugsað mér að taka tjútt.
því miður er það ekki rétt, í fyrsta lagi verð ég ekki í bænum um helgina og í annan stað þá er bara brjálað að gera.
Ég kem til með að plötusnúða fyrir Merzedez Klúbbinn í Sjallanum Akureyri á laugardeginum og jafnvel á Selfossi á sunnudeginum.
Ég hef komið víða við á ferli mínum og næsta hálfa árið mun ég litast um eftir tækifærum og einbeita mér að því að finna yfirgripsmikilli reynslu minni jákvæðan og uppbyggilegan farveg.
Ég vil þakka visi.is kærlega fyrir að koma þessu á framfæri.
Virðingarfyllst.
Doddi litli Doddason
http://visir.is/article/20080506/LIFID01/204054930
Menning og listir | Breytt 7.5.2008 kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2008 | 10:00
Staðan í Íslensku rokk útvarpi????
Um daginn skrifaði meistari Ómar Bonham skemmtilega grein um stöðuna í Íslensku útvarpi
http://bonham.blog.is/blog/bonham/entry/512042/.
Hafði ég gaman að lestrinum og að sjálfssögðu þurfti ég að væla eitthvað smá líka.
Nú skellti ég mér á heimasíðu einu rokkstöðvar landsins X-977, vildi sjá hvaða rokk er að heilla landann og hvað sé ég? 5 lög af 20 sem var að finna á lista Reykjavík FM 101,5.
Þetta er kannski ekki frásögum færandi en Reykjavík FM lést fyrir 4 mánuðum síðan!!!!
Þannig að það er ekkert skrítið að Íslensk rokkstöð sé ekki að gera góða hluti ef þetta er ferskleikinn, 5 LÖG SEM VORU FERSK FYRIR 4-5 MÁNUÐUM þykja móðins á X-inu í dag.
Þetta kallar maður ekki góða þjónustu hjá einu "rokkstöð" landsins.
Þeir vilja ekki gamla rokkið eins og RVKFM spilaði af kostgæfni og þeir vilja ekki heldur nýja rokkið???
Hverjum eru þeir að þjóna?
Emo börnunum?