Færsluflokkur: Dægurmál

Íslenskur þjóðrembingur í Meyjunni á föstudagskvöldið

Eyfi_med-gitar 

Við vorum á Íslenskum nótum á föstudagskvöldið, Eyjólfur Kristjáns var gestur.

Tók hann einnig þátt í erviðri spurningarkeppni Dodda og allti kappi við Andri Frey og lox náði Andri að hrósa sigri 3-2.

Eyfi kenndi okkur að syngja bakraddir sem mér fannst ganga þrusu vel þangað til ég skoða upptökuna, ekki gott.... þið getið hlusta hér:

Polydistortion - Gus Gus
Þrek og tár - Haukur Morhteins/ Erla Þorsteins
Foxtrot - Bubbi Morthens
Frískur og fjörugur - Hemmi Gunn

Sakbitin sæla gestins- Eyjólfs Kristjánssonar
Nothing Else Matters - Metallica

Stuð lag gestsins
I love the nightlife - Alica Bridges


Ég lifi í draumi - Eyjólfur Kristjáns Live
Dasnska Lagið - Eyjólfur Kristjáns Live
Flottur Jakki - Raggi Bjarna
Stolt siglir fleyið mitt - Áhöfnin á Halastjörnunni
Illska - Ævintýri
You Litle Fruitcake - Ingi
Kúkaðu á mig - Gleðisveitin Döðlur
purple (sasha vs the light rmx) - gus gus


Þið verðið bara að afsaka!

friendlyfires300

Ég verð að mæla með lagið hér í spilaranum til vinstri.

Grúppan heitir Friendly Fires og lagið heitir Paris og er á venjulegum degi alveg prýðis.

Hér erum við að tala um svokallað remix eftir einhvern sem kallar sig Aeroplane og  Au Revoir Simone s.s. alveg ný útgáfa.

995396609_l

Kannið! Ykkur til yndisauka.

Svo er þarna líka nýja verkenfið hans Paul McCartney - Fireman

og Hot Chip remix af Late in the Pier (sveit sem Íslenskar útvarpsstöðvar vilja ekki gefa séns, ansi fín)


Ódýr jólagjöf fyrir elskuna í kreppunni!!!


Íslenskt þema á föstudagskvöldið, núna ertu hjá mér Meyja!!!!

 c_documents_and_settings_robert_my_documents_my_pictures_eyfi

Samstöðu þáttur, veljum Íslenskt, veljum Eyfa!

Eyjólfur Kristjánsson verður gestur þáttarins og mun segja okkur sitt lítið af hverju, hvaða lag kemur honum til á föstudagskvöldi og hver er hans sakbitna sæla.

Eyfi ætlar að rífa með sér gítarinn og jafnvel taka 1-2 lög.

Svo má geta þess að það er komin röðin að Dodda til að hnoða í spurningarkeppni!

Spurningarkeppni og spurt verður um Íslanska tónlist.

Látum gamminn gjósa og höfum gaman af þessu, tökum vel á móti Eyfa.


Forsetaframbjóðandi boðar til mótmæla

Snorri_forseti
Snorri Ásmundsson

Listamaðurinn og forsetaframbjóðandinn Snorri Ásmundsson hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn. Gengið verður frá Hlemmi og niður á Austurvöll. Snorri krefst ábyrgðar og vill kosningar strax.

Á veggspjaldi sem Snorri hefur sent fjölmiðlum má lesa eftirfarandi texta:


VÍK BURT RÍKISSTJÓRN!
KOSNINGAR STRAX

Meðvirkni eða mótmæli. Mætum á Hlemmi á laugardaginn kl: 14:00 og göngum á Austurvöll - Ekki vera þolandi, vertu gerandi. Krefjumst ábyrgðar, kosningar strax!

Ef einhverjir fylgja þessum ágæta manni þá er fólk bara að mótmæli til að komast í gott party eins og margir af þessum mótmælendum gera, hver getur tekið þennan mann alvarlega?

Ég ætla að boða til mótmæla, burt með tækifærissinna!


Bubbalú húúúúúúúúúúú á föstudagskvöldið

viking

Það er alveg magnað hvað maður nennir að hafa fyrir því að velja tónlist í Meyjuna.

Það var kvikmyndtónlistarþema og að sjálfsögðu lá ég yfir þessu alla vikuna og var kominn með 50 laga búnka sem ég svo trimmaði niður í svona 30 lög.

Þetta geri ég fyrir hvern þátt, vil alltaf vera með eithvað svakalega spennandi og bla ....

Venjulegu náum við að spila í mesta lagi 15 lög, nú slóum við öllu við: 6 lög í fullri lengd, semsagt ég notaði ekkert 44 lög af þeim 50 sem ég fann í vikunni.

Mig grunar að engin huxi um að menn séu eitthvað að pæla í tónlistinni yfir höfuð enda komnir playlistar út um allt og tölvur sem stjórna þessu..... Ekki hjá mér, ég er all klikkaður í þessum efnum og mæti alltaf með skrifaða diska heiman frá mér.

En maður reynir að hafa gaman af þessu og það text víííí

Heiðar Örn Kristjánsson (Botnleðja, Viking Giant Show) var gestur kvöldins og var með eindæmum skemmtilegur eins og við mátti búast.

Reif gítarinn með sér og tók eitt lag af nýju plötu Víkingsins (sem er frábær fyrir þá sem ekki vita)

Svo klingdi hann út með því að taka El Mariachi (ódauðlegt úr kvikmyndasögunni) með okkur.

Ég man ekkert hvert lagið var sem kemur honum í stuð á föstudagskvöldi en það kom fram að hann og Raggi leðja eru í aðdáendaklúbbnum einir.....

 Sakbitin sæla hans hitti í mark hjá mér gamla manninum og söng hann með vini sínum Georgi Club Tropicana með Wham..´  cooooooooooooool cooooooooooooool eða er það bara úúúúúúúúúú    úúúúúúúú? veit ekki....

Andri bauð upp á kvikmyndagetraun þar sem ég og Heiðar öttum kappi og eru menn að tala um að þetta hafi verið ein lengsta spurningakeppni sögunar!

Það má vel vera að Heiðar sé mun betri tónlistarmaður en ég .... en ég MALAÐI hann 5-3 í keppninni....... hvort er merkilegra?

Þið getið hlustað á þáttinn hér

Við náðum að spila allt þetta á 2 og hálfum tíma

Lets Go Crazy (special dance remix) - Prince -
Gimme Shelter - ROLLING STONES
Don´t look into my lies - The Viking Giant Show
Club Tropicana - Wham
Everybody'S_Talking. - Harry_Nilson
Vegir_liggja_til_allra_átta - Elly_Vilhjálms
OH YEAH - YELLO
Búkalú - Stuðmenn
El Mariachi - Meyjan og Heiðar

 

 

 


Þorir ekki að tala við bankann

 

 

Ættum að fá danina til að taka við okkur aftur Andri Freyr er ekkert á leiðinni aftur heim. Þó var hlegið að honum í lobbíinu á Danmarks Radio um daginn. Fréttablaðið/Heiða

Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður sér ekki eftir því að hafa flutt til Danmerkur. Hann ætlar að sitja af sér kreppuna í um það bil tíu ár.
„Maður er voða lítið að spá í þessu. Fólk er bara að tapa peningum. Það er ekki eins og einhver sé að deyja," segir Andri Freyr Viðarson, útvarpsmaður og lífskúnstner. Hann hefur búið í Danmörku í nokkra mánuði og kann vel við sig þar. Það er lítið að trufla hann að vera frá niðurlægðri þjóð. „Ég held það sé nú orðum aukið að það sé verið að reka Íslendinga út úr búðum á Strikinu fyrir það eitt að vera íslenskir. Allavega hef ég ekki lent í svoleiðis. Tja, reyndar var fólk í lobbíinu á Danmarks Radio að baktala mig þegar ég var þar síðast. Það var eitthvað að benda á mig og flissa og gera lítið úr mér – „aumingja Íslendingurinn" eitthvað."

Auk þess að sjá um hinn frábæra þátt Litlu hafmeyjuna í beinni frá Danmörku vinnur Andri í „ljósabransanum" eins og hann kallar það.

„Við erum fjórir Íslendingar í þessu. Erum að setja upp ljós fyrir leikhús og á tónleikum og svona. Yfirleitt sitjum við nú bara á rassinum með skrúfjárn og hlustum á iPod-ana okkar. Mér skilst að trixið sé að vinna í tvö ár. Þá er maður kominn inn í kerfið og getur farið að liggja á danska spenanum. Nei, nei, ég segi bara svona."

Hrun bankakerfisins hefur áhrif á alla. Meira að segja Andra Frey. „Ég á einhverja peninga inni á Landsbankanum en hef bara ekki þorað að kíkja á þá ennþá. Einn af þeim sem ég er að vinna með tapaði hálfri milljón í einhverju verðbréfagambli. Þetta snertir alla."

Og Andri er ekkert á leiðinni heim. „Ætli maður verði ekki úti í svona tíu ár í viðbót. Er ekki verið að tala um að það taki þann tíma að koma okkur upp úr þessu? Annars skil ég ekkert í því að við fáum ekki Danina bara til að taka við okkur aftur. Við getum þetta greinilega ekki sjálf. Það þarf einhver að halda í höndina á okkur. Ég hef aðeins verið að nefna þennan möguleika við Danina sem ég er að vinna með en þeir vilja ekki sjá okkur aftur!"

Litla Hafmeyjan með Andra og Dodda Litla er á Rás 2 í kvöld á eftir kvöldfréttunum. Heiðar Viking Giant er gestur þáttarins og aðeins verða spilaðir stórsmellir úr bíómyndum.

- drgunni@frettabladid.is


Risa víkinga sjow og kvikmyndaþema í Meyjunni á fös, allir með ... áfram Ísland!

 

 9179

Heiðar oftast kenndur við Botnleðju verður gestur Meyjunnar, hann er um þessar mundir að gefa út sína fyrstu plötu sem Viking Giant Show, hvur veit nema að Heiðarinn leiki og  syngi vel valin lög af þessari plötu sinni.

Andri Freyr ætlar að hnoða í kvikmyndagetraun þar sem Dossi og Heiðar etja kappi og kvikmyndatónlistin mun flæða í eyru hlustenda(það er þema kvöldsins).

Litla Hafmeyjan á Rás 2 föstudagskvöld frá  hálf 8 til 10


Nýtt í spilarann

Skellti nokkrum lögum í spilarann sem eru að gleðja mig þessa dagana.

Empire of the Sun - Walking on a Dream, lag sem að vísu kemur ekki út fyrr en í febrúar.

Hljómsveit frá Ástalíu inniheldur meðal annars meðlimi Pnau sem spiluðu á Airwaves um helgina.

EPMD - Run it (Duke Demont mix) gömlu hip hop hundarnir endur unnir

Nostalgía Japan og lag sem ég man ekki hvað heitir, tekið af live plötunni þeirra. Mega!

Laidback Luke & A-tack, eitthvað sem hreyfir við gömlum feitum manni.... Ommi ætti að hafa gaman af þessu líka.

MC Rut - Busy Bein´Born lag sem ég er búinn að vera með á heilanum síðustu mánuði, kemur út í næsta mánuði í Bretlandi, hef verið duglegur að spá frama (sem segir að sé lítil hætta á frama)

Nostalgia Talk Talk - It´s getting late in the Evening, lag sem var ekki að finna á neinni stórri plötu drengjana, lag sem ég fann á einhverri óopinberri safnplötu og er stök snilld.

Færir mann 25 ár aftur í tíma..... æji hvað allt var nú frábært þá.... ;-)

Eins og sjá má þá kemur þetta úr öllum áttum......

Talk%20Talk%20ALL


Svona á að þakka fyrir sig.

Búið að afhenda verðlaunin svo hann þarf ekkert að kyssa rass lengur, ætli hann sé skyldur Árna Jónsen?

Annars mæli ég eindregið með þessu magnaða tímariti Q, þá sérstaklega fyrir Oasis aðdáendur ég held að það sé í kringum 100 síðna viðtöl og umfjöllun um þá í nóvember heftinu. (kannski ekki minn tebolli en ... restin er fín)


mbl.is Martin sló ritstjóra Q
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband