Færsluflokkur: Íþróttir
13.3.2009 | 08:37
Man Utd - Liverwho? á morgun....
Klosser and klosser and hope for 4 place, sama sagan ár eftir ár.
11.3.2009 | 21:43
Zlatan IbraWhomoWhat?
Fínn leikur, 2 stangarskot frá Inter fullt af dauðaklúðri hjá man U plús nokkrum augljósum vítaspyrnum slept.
Nú nagar maður neglur fyrir leikinn á laugardaginn, Liver eru víst svo fullir sjálfstrausts að þeir þurfa varla að mæta á Old Trafford......
Held að það sé fínt að vinna liðið sem er 7 stigum á undan liðinu í öðru á Italiu en stórkostlegt að vinna liðið sem er 6 stigum á eftir toppliðinu á Spáni..... er það ekki annars, fannst ég lesa það á öllum Liverwho? bloggum í gær.
Man.Utd, Barcelona og Porto áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.3.2009 | 11:37
Nú þegar fer að vora verður maður svolítið körfu crazy
Búinn að vera duglegur að kíkja á Njarðvíkur leiki upp á síðkastið og úrslitakeppnin framundan, fékk mig á smá tjúp djamm.
Hér er syrpa með væntanlega mínum uppáhalds leikmanni, Allen Iverson og þið verðið að skoða síðasta atriðið... ég var búinn að gleyma því, það er bara rugl!
Traffic jamms hjá manni sem er c.a. 1 og 20 cm, léleg myndgæði en þess virði að skoða
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2009 | 12:37
Erotískur Krús er hálf asnalegur
Ég sé bara samansafn af frekar leiðinlegum myndum þarna, 10 things .... common vanmetin?? hvaða rugl er þetta.
Að vísu er Jackie Brown fín mynd, ekkert meistaraverk, ég er hissa á að Mean Girls með Lohan sé ekki á þessum lista....10 Things I Hate About You....
Ég man eftir öðrum lista sem sendur var út fyrir skömmu, yfir sigursælustu lið í Evrópu, þar var Liverpool á toppnum (vann ekkert í fyrra og árið á undan ef ég man rétt) og Man U. í 7. sæti.
Hvaða snillingar eru að gera svona lista?
Koma saman á einhverju blaði ...hmmmm blaðið er ekkert að seljast ... usss hvað vantar??' hmmm heyrðu það vantar lista !!! já gerum lista og segjum að 10 Things I Hate About You sé rosalega vanmetin mynd og að Liverpool sé rosa sigursælt fótbolta lið, þetta er nógu mikið bull til að fólki kaupi blaðið yfir sig hissa á þessum listum okkar hmmm já frábært ...hvern eigum við að láta skrifa þessa lista ? hmmm .... uuuu .... heyrðu þú drengur þarna sem ert að skúra.... uuu ég? já hefuru eitthvað vit á kvikmyndum eða fótbolta?? .... uuu neeeee... flott við erum með verkefni handa þér!
Eyes Wide Shut vanmetnasta myndin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2009 | 22:37
Leiðinlegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð
Ég hef sopið margar fjörur í gegnum tíðina og séð mjög marga körfuboltaleiki en þessi fyrrihálfleikur og þá sérstaklega 2. leikhluti er með því lélegasta sem ég hef séð!
Erkifjendur að að berjast en samt eins og þetta væri æfing, engin hasar ekkert stuð.
Hlutirnir skánuðu mikið í seinni hálfleik þá aðallega fyrir læti í leikmönnum Keflavíkur, þeir náðu að troða og blokka skot á mikilvægum augnablikum og öskruðu á stúkuna og vildu stuðning og fengi í 20 sek. svo var allt búið.
Sverrir og Sævar náðu aðeins að slást og það virtist vera smá lífsmark meðal Njarðvísku áhorfendana og tóku þeir við sér og gerðu það sem þeir gera best: drulla yfir dómarann (ég þar á meðal)
Svo í blá lokin þegar sigurinn var í höfn reyndu dómarar að fá smá fútt í leikin með fáránlegum dómum og við Njarðvíkingar tilbúnir að öskra á það....
Fyrir utan þessi dæmi hefðu flest allir getað sofið værum blundi upp í stúku þar sem hávaðinn var engin.
Fólk verður að átti sig á því að þetta eru 2 sigursælustu lið landsins síðustu 20-30 ár koma bæði frá sama bæjarfélaginu og eru að fara að mætast í úrslitakeppninni, hráefni í bullandi gott stuð!
Nei, menn eru annaðhvort endanlega getulausir þarna fyrir sunnan eða svona rosalega að spara sig fyrir alvöruna.
En sigurinn var fínn, vonandi að Logi verði orðin góður fyrir úrslit.
Good times....
Tíu stiga sigur Njarðvíkinga í Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 3.3.2009 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2009 | 18:10
Asnaleg frekja í manni
Ég get ekki sagt að ég fljúgi hér um í gleði vímu.... Deildarbikarinn... tisss ... drasl.
En svona er það að halda með þessu liði, ef Man U. vinnur ekki alla titla þá er maður bara hálf svekktur, ég vissulega ýki þetta slatta en tilfinningin í brjósti mínu núna er bara léttir ekki mikið annað.
Ég er ekkert annað en djöfulsins frekja!
Til hamingju með sigurinn kæru Man U. félagar..... það verða einhverjir titlar til viðbótar áður en tímabilinu líkur.
Manchester United deildabikarmeistari 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.2.2009 | 17:11
Er ekkert verið að grínast í manni?
Svakalega hefur Gujo snúið þess Crewe liði við, þetta fer að jaðra við einhver met væntanlega.
Ég man ekki eftir annari eins snúnist sögu í augnablikinu þar sem stjórinn getur ekkert keypt nýja og glæislega leikmenn og hækkað gæðastaðalinn hjá liðinu.
Hann fékk markmann á láni sem hefur víst slegið í gegn og einhvern á miðjuna ef ég man rétt, svo fær hann ungan Íslending og hann skorar í fyrsta leik....
Ég held að Guðjón ætti að rolta sér á Crewe skrifstofurnar og heimta feitan samning til 10 ára strax, þetta gengi getur ekki átt sér framhald... andskotinn hafi það.
Frábært Guðjón til hamingju með þetta.
Gylfi skoraði í stórsigri Crewe | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.2.2009 | 13:53
Skjár sport?
Nú má Síminn/Skjárinn endilega taka þátt í þessu útboði, mun betri þjónusta á bara broti af verðinu hjá 365 var í boði hjá Skjá Sporti á sínum tíma og ég mun glaður kaupa áskrift!
Sem ég geri ekki og mun ekki gera hjá 365.
Enski boltinn áfram hjá 365 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.2.2009 | 14:10
Jæja nú vill maður eitthvað stuð!!!
Er að vísu búinn að sjá myndband með þessum gutta, ekki limafagur, hreyfingar hægar en loxins fær Frikki smá hvíld við og við.
Vonandi að hann nái bara mjöðminni í lag fyrir úrslit.
Hann fékk ekki margar mínótur í Austurríki, hef ekki hugmynd um hversu sterk deildin er þar.
Mig rámar í að Ísland hafi unnið Austurríki frekar llétt fyrir einhverjum árum svo þetta er engin súper gutti....
En þegar okkar lið var lið þriggja snillinga og minni smámanna þá er þessi "Slavi" fín viðbót.
Slóveni í raðir Njarðvíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2009 | 15:05
Blús?
110 ára afmælishátíð hjá KR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)